Hvað vantar EB

Held ekki að allir Islendingar viti hvað það þýðir að fara í EB.. Þessi ár sem ég hef búið hérna i DK hefur landið mist alla stjórn og öll stjórn kemur fra Bruxells í faxi. Og pólverjarnir koma hingað og brjóta kerfið sem hefur verið í vinslu af verkamönnum i fleiri hundurð ára niður því þeir geta unnið hérna á þeirra launum.. sem er 50% minna en það sen daninn fær.
EB vantar ekki vinnukraft frá Islandi. það hefur nægt ódýran vinnukraft frá Pólandi og öðrum austur löndum. Það sem EB vantar eru auðlindirnar sem island hefur. ódyr orka og aðgang að fiski. eithvað sem EB hefur ekki svo mikið af. Danmörk fékk nokkura ára aðlögunar tíma til að venjast EB.. svo féll hamarin og núna gera þeir bara það sem Bruxels seigir.. AMEN...

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

  • Fiskur
  • vatn
  • olía
  • stjórn yfir, brátt ört vaxandi, samgöngum um norðurpólinn
  • (og ekki síst) sæti við borð Norður-Heimskautsráðsins...sem fer með málefni, svæði, sem varðar 25-30% af framtíðar olíu- og gasforða heimsins

ESB hefur reynt, án árangurs, að fá sæti í Norðu-Heimsskautsráðinu. Það er í raun horft ansi stíft til þessa svæðis. Á meðan ESB hefur ekkert landssvæði beint að þessu hafssvæði kemst það ekki að borðinu. Eins og þekkt er þá er Grænland ekki í ESB og Noregur ekki heldur. Með Ísland í faðminum kemst ESB að og það er stóra markmiðið.
Sem dæmi, þá var það enginn smá gemlingur sem var skipaður franskur sendiherra Heimsskautana (Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands). Við embættistökuna talaði hann um mikilvægi náttúruverndar og mektarmenn eins og Egill Helgason trúði honum.
Það er og verður reynt að setja alls konar leikrit á svið í kringum ESB aðild okkar. Og það verða settir peningar í þá uppfrærslu. Það væri mjög óskandi að allt yrði þetta unnið málefnalega og öllum viðhorfum gefinn jafn mikil athygli. En dýrin eru ekki vinir í skóginum og þau hafa ekki öll jafn stórar pyngjur.

Björn Bjarnason hefur í gegnum tíðina verið vanmetin af of mörgum löndum okkar. Hann er, tel ég, fróðasti íslendingurinn í utanríkis- og varnarmálum. Hann hefur í gegnum tíðina skrifað einna áhugaverðustu greinarnar (á Íslandi í það minnsta) um utanríkismál.
Hann flutti erindi um málefni norðursins í Sigtuna, Svíþjóð 4. maí 2009, sem þó það sé á ensku, ég mæli eindregið með að sem flestir kynni sér.
http://www.bjorn.is/greinar/2009/05/04/nr/4944 Það upplýsti mig, í það minnsta, um hvert verið er að horfa á taflborðinu.

Haraldur Baldursson, 18.7.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Einmitt Haraldur.

EB hefur vandamál sem það getur leist ef Island kemur inn.. þótt svo það hafi margar skuldir.. en það fær svo mikið meira en það,, og það eru auðlindir.. og þær eru mikilvæger í dag.

Takk fyrir innskotið.. og skyldu það vera einhverjar stafsetningavillur hjá mér.. er ekkert við því að gera :)

Sigurjón Páll Jónsson, 18.7.2009 kl. 19:59

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sigurjón.
Það er bæði gott og þarft að heyra frá ykkur ESB íslendingunum...ESB-grasið er selt talsvert dýrar hérna á Íslandi en frá ykkur er að heyra. Það jarðtengir umræðuna svolítið að heyra frá ykkur og tekur þennan gervi ljóma af umræðunni.

Haraldur Baldursson, 18.7.2009 kl. 20:07

4 identicon

Hvað fékk EB í Danmörku?............fiskveiðiauðlindir, jarðhitaauðlindir, fallorku..........hvað fékk EB í staðinn fyrir að senda pólverjana á DK

Jónína (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 21:56

5 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Sæl Jónína

Danmörk er ekki með svo rosalega mikið. Þeir hafa mikið af svínum sem fer næstum allt til EU ódyrt enn það er alltaf verið að reka fólk hérna vegna þess að það er hægt að gera vinsluna ódyrrari í píllandi eða þyskalandi ca.. 50% það er búið að reka ca 5000 mans á seinustu 1 1/2 ári.. kanski meira.

Danmörk er svo líka "brú" milli EB til svíþjóð og Noregs. Þegar DK var komið inn í EB þá réðst Bruxels á fiskveiðar dana og stjórnaði t.d. hversu stór skipin meiga vera og hversu mikið þeir meiga fanga.

Hvernig findist þér að pólverji tæki vinnu þína fyrir 50% lægri laun.. og eingin gæti sagt neitt því svona væri þetta bara. Grasið er ekki alltaf eins grænt hinumegin eins og maður heldur..

'eg misti vinnu mína fyrir 2 mðnuðum síðan hjá Vestas ásamt 1200 öðrum þannig að ég hef það ekki neitt rosalega gott. mjólkurbændur eru að berjast fyrir lífi sínu vegna þess að mjólkin er mikið ódyrari frá póllandi eða Þysklandi. EB hefur næstum því meira atvinnuleisi enn island.

Veistu hvað ég borga fyrir KW af straum hérna í dag.. 1,8 DKK krónur takk fyrir.. það kostar mig pening að fá vatnið og losa mig við þetta.. 0,5 dk kr fyrir að sturta niður, 7 krónur ef ég ætla í fult baðkar og svo ca 50% af launum mínum fara í skatta ef alt er tekið med.

Þetta voru bara smá dæmi frá minu privat lífi.

Sigurjón Páll Jónsson, 19.7.2009 kl. 09:06

6 identicon

Sæll Sigurjón og takk fyrir svarið.  Ég er ekki að gera lítið úr að við inngöngu Danmerkur í EB hafi a.m.k. sumar atvitnnugreinar misst spón úr aski sínum.  Ég var bara að spyrja að þessu út frá titlinum á bloggi þínu, þ.e. "Hvað vantar EB" þ.e. titillinn hrópar að það sé EB sem ásælist eitthvað hér á landi, en ef EB "græddi" ekkert á Danmörku, þá fellur þessi titill um sjálfan sig.

Jónína (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 12:06

7 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Danmörk her nú ekki fengið svo mikið úr vinskabnum við EB.. enn EB hefur fengið brú til svíþjóð og Noregs. Það búa jo fleiri í Svíþjóð.. ca 12 mill og 5 til 6 mill í Noregi.. og EB langar líka að fá Noreg í sambandið og örugglega Grænland einhverntíman.

Island hverfur bara inn í Bruxels og það hefur island ekkert að seigja eða bæta við. Það sama gerðist med Danmörku.. 

Sigurjón Páll Jónsson, 19.7.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband